Grunnkerfi MerkurPOS
MerkurPOS kerfið er einfalt og öflugt, þú getur notað það sem rekstrarkerfi fyrir mörg ólík rekstrarform.
Sameiginlegt öllum þessum útgáfum eru:
Sameiginlegt öllum þessum útgáfum eru:
- Vöru og lagerutanumhald, pantanir, talningar og verðmæti birgða.
- Viðskiptamannabókhald með reikningagerð og skýrslum um skuldastöðu og hreyfingar.
- Starfsmannaumsjón, hvað hver aðili er að selja og innifalið í kerfinu er einfalt tímaskráningarkerfi með skýrslum.
- Kerfið heldur utan um söluna þína og þú getur skoðað söludagbók, hreyfingalista og dagsuppgjör fyrir tímabil og daga.
- Öflugt greiningartól sem hjálpar þér að fá yfirsýn yfir hvaða vörur seljast vel og hvaða vörur liggja inni á lager án þess að hreyfast.
- MerkurPOS getur tengst bókhaldskerfum og sent yfir uppgjör fyrir tímabil eða daglega.
- MerkurPOS getur tengst vefverslunum og uppfært vörur á vef sjálfkrafa.
- MerkurPOS býður upp á möguleikan að tengja saman margar verslanir þannig að vörur séu færðar á milli lagera og að vörur og verð séu uppfærð á einum stað fyrir allar verslanir.
Með fjölverslunarkerfinu er hægt að tengja saman margar verslanir og útibú. T.d. ef að viðkomandi er með 3 verslanir og 1 skrifstofu þá getur skrifstofan séð lagerstöðu, sölur, greiningu ofl. í öllum samtengdu verslunum. Ef að vörutegund er ekki til í verslun getur afgreiðslumaður flett vörunni upp og séð hvar hún er til og hversu mikið magn er til af henni. Einnig getur verslunareigandi stjórnað öllum verslunum frá einum stað t.d. Fært vörur á milli lagera (verslana), breytt vöruverði, sett útsöluverð og alla aðra umsýslu á gögnum.
Helstu eiginleikar fjölverslunarkerfisins eru :
|
Í aðgangskerfi MerkurPOS er hægt að selja bæði vöru sem kort í ákveðið tímabil ( mánaðarkort ) eða skipti ( 10 skiptakort ). Við höfum mikla reynslu á þessu sviði þar sem við erum með flöst öll sveitarfélög á okkar könnu ásamt því að vera þjónusta einkaaðila ss líkamsræktarstöðvar. Það er einnig hægt að tengja okkar kerfi við allar raflausnir einsog hurðar, hlið ofl sem hægt er að gefa straum á. Við erum svo líka í samstarfi við curron sem er með hliðarlausnir. |
Tímaskráningareiningin er mjög gagnleg viðbót við Verslunarkerfið. Starfsfólk skráir sig inn og út við upphaf og lok vinnudags. Í bakvinnslu er síðan hægt að leiðrétta skráningar og taka út skýrslu sem sýnir unnar stundir á völdu tímabili. Það er afar hentugt að hafa þetta inní Verslunarkerfinu enda óþarfi að fjárfesta í stimpilklukku eða annars konar tímaskráningu og minni hætta á að starfsfólk gleymi að skrá sig inn og út. |
Greiningakerfi MerkurPOS gefur mikla möguleika á því að fara yfir reksturinn og fá skýrslur og yfirlit yfir sölu, fjölda og framlegð á ákveðnu tímabili. Að geta séð sölur og greint þær eftir vöruflokkum og birgjum m.a gefur þér alveg nýja innsýn í reksturinn. Lykillinn að velgengni verslunar er að sjálfsögðu að bjóða upp á eftirsótta vöru sem jafnframt skilar hagnaði. Með því að bera saman tímabil má áætla sölu á ákveðnum vörutegundum miðað við fyrri ár eða skipuleggja vinnuframlag starfsfólks. tímabili. Þú getur fjárfest í greiningakerfinu hvenær sem er og skoðað sölu og greint Hægt er að fjárfesta í Greiningarkerfinu hvenær sem er og getur það þá greint gögnin afturvirkt því MerkurPOS skráir allar upplýsingar frá fyrsta degi í gagnagrunni. |
Vörupantankerfið felur í sér mikla hagræðingu fyrir verslanir. Þaðan er hægt að taka út vöntunarlista byggðan á sölu og birgðastöðu og að láta kerfið gera sjálfvirka pöntun út frá því. Auðvitað er líka hægt að velja sjálf(ur) inn á lista þær vörur sem þú villt panta. Pöntun er síðan send í pósti/faxi eða með tölvupósti til birgja. Við móttöku birgða afstemmir kerfið pöntunina þína og uppfærir birgðastöðuna samkvæmt því. Ef einhverjar pantaðar vörur eru ekki til, fer hún aftur í vöntunarlistann. Þegar sölumaður flettir upp í vöruskrá í afgreiðslumynd þá birtist þar dálkur sem sýnir hversu mörg stk af vörunni séu í pöntun og hvenær er von á henni. Þetta eykur til muna þjónustu við viðskiptavini. Við bjóðum uppá fullkomið tímabókunarkerfi sem að hægt er að tengja skrá bókanir bæði fyrir hárgreiðslustofur, veitingahús og alla þá sem þurfa að bóka tíma fyrir viðskiptavini sína. Þú stillir inn starfsmann eða borð í veitingahúsi og á hvaða tímum það er hægt að bóka inná það. Td er starfsmaður er ekki að vinna um helgar þá birtist ekki nafn hans á skjámyndina. Við bjóðum uppá eitt fullkomnasta veitingahúsakerfi á landinu þar sem þú teiknar borðasalinn sjálfur í bakvinnslukerfinu. Það er hægt að skrá pöntun á borð, prenta út afrit og skipta reikning á fjölmargan hátt. |