Afhverju ætti ég að velja MerkurPOS ?
MerkurPOS kassakerfi er fjárfesting sem skilar lægri kostnaði, aukinni hagræðingu og sóknartækifærum í rekstrinum. Sjóðsvél sem flestir nota þegar byrjað er í afgreiðsluumhverfi, skráir bara inn upphæðir á sölum og prentar út samantekt á heildarsölu eftir daginn.
MerkurPOS skráir allar söluupplýsingar í gagnagrunn og þar eru þær aðgengilegar til að skoða. Hægt er að sjá hvaða vörur seljast mest, stöðu á vörubirgðum og hvaða viðskiptavinir kaupa mest, daglega, vikulega, mánaðarlega eða yfir árið. Einnig er hægt að bera saman heildarsölu eða sölu á vörum á milli daga, vikna, mánaða og ára.
Hvernig veit ég hvernig kassakerfi ég þarf?
Hafðu samband við okkur og fáðu upplýsingar hvað við bjóðum uppá og hvað hentar þínum rekstri. Stundum er grunn kassakerfið nóg, en stundum þarf viðbótarkerfi eins og tímabókun (hárgreiðslustofur, nuddarar, snyrtistofur), aðgangskerfi (líkamsrækt, sundlaugar, íþróttahús) eða fjarvinnslu að heiman.
Einfalt kassakerfi núna, - get ég uppfært það seinna í stærra kerfi?
Það getur verið hentugt að byrja með MerkurPOS kassakerfið í PC tölvunni sem þú átt í dag. Þú getur jafnvel notað GSM posann þinn og A4 prentarann þinn áfram með kerfinu. Þegar rekstarumhverfið stækkar er hægt að kaupa betri afgreiðslutölvu, kortalesara, prentara og peningaskúffu. Þá færum við kassakerfið úr PC tölvunni í nýju afgreiðslutölvuna og jafnvel setjum upp fjarvinnslu í PC tölvuna til að þú getir unnið heima við uppgjör á dagsölunni, sett inn vörur eða viðskiptavini eða skoðað sundurliðun á sölu með samanburði.
Er hægt að nota MerkurPOS með bókhaldskerfum?
Það er hægt er að nota MerkurPOS kassakerfið með flestum bókhaldskerfum sem seld eru á Íslandi. Við tengjum okkur rafrænt og upplýsingar flæða á milli kerfa. MerkurPOS er með allt sem þú þarft fyrir daglegan rekstur og þú getur, um hver mánaðarmót, prentað út mánaðarsamantekt fyrir endurskoðanda og þarft því ekki að fjárfesta í bókhaldskerfi strax.
Hvernig læri ég að nota MerkurPOS?
Með MerkurPOS kassakerfinu fylgir handbók á íslensku. Í kassakerfinu eru einnig hjálparhnappar sem gera notendum kleift að sækja leiðbeiningar um hvernig á að gera hlutina. Þessi kostur kemur sér mjög vel við notkun á kassakerfinu, en reglulega er bætt við nýjum hnöppum. Einnig bjóðum við upp á námskeið í notkun kerfanna.
Hvaða stýrikerfi þarf til að keyra MerkurPOS?
Allar útgáfur af Windows virka með kerfinu.
Þarf ég að kunna að færa bókhald til að nota MerkurPOS kassakerfi?
Það þarf enga sérstaka grunnþekkingu til að nota MerkurPOS kassakerfið. Það er hannað fyrir venjulegt fólk og það tekur nokkrar mínútur að sýna nýjum notanda grundvallaratriðin í notkun þess.
Er hægt að vera með fleiri en einn notanda inn í MerkurPOS í einu?
Já, þú getur haft mörg fyrirtæki eða marga sölumenn og látið hvern selja í gegnum sitt notendanúmer.
Hvað geri ég ef ég lendi í vandræðum?
Hægt er að hafa samband við okkur í síma eða tölvupósti með fyrirspurnir um allt frá því hvernig á að byrja að nota kerfið í það hvernig kerfin virka. Öll þjónusta í síma á skrifstofutíma er án endurgjalds fyrir þá sem eru með þjónustusamning.