Rótgróið hugbúnaðarfyrirtæki með mikla reynslu.
Við val á afgreiðslulausn skiptir miklu máli hvaða reynslu fyrirtækið hefur í geiranum. MerkurPOS kerfið var upprunalega þróað hér á landi árið 2002 og hefur verið í notkun síðustu 17 ár. Kerfið hefur að sjálfsögðu tekið miklum breytingum og er enn í stöðugri þróun. Við stefnum að því að bjóða alltaf upp á öflugt, tæknilega framávið kerfi sem er einfalt í notkun og auðvelt að læra á . Kerfið okkar hentar og hefur verið í notkun í allt frá litlum söluturnum, sérverslunum með tugi þúsunda vörunúmer, hárgreiðslu- og nuddstofum, veitingahúsum og hótelum, stærri marvöruverslunarkeðjur og upp í sveitafélagalausnir fyrir sundlaugar og íþróttamannvirki. Við höldum til í Laugardalnum og það er alltaf hægt að bóka fund með einum af okkur í spjall. Við okkur nýtum óspart tæknina og vinnum mest í fjarvinnslu enda er það ódýrast fyrir viðskiptvavininn og lang fljótvirkast. Við opnuðum nýlega skrifstofu í Noregi og erum hægt og rólega að byrja að selja kerfi þar en stóri fókusinn er á íslenska markaðinum og að vinna með góðum, sáttum viðskiptavinum okkar um allt land. Persónuleg þjónusta, gott aðgengi og góð samskipti eru okkar mottó. |
MerkurPOS | Um okkur |
opnunartímiM-F: 9:00 - 17:00
|
info@merkurpoint.is
|
|